Pólitík
Pólitískar umræður eru farnar að fara ótrúlega í taugarnar á mér. Sem er frekar skrítið því ég hef alltaf haft frekar mikinn áhuga á pólitík og fundist mikilvægt að fylgjast vel með á þeim vettvangi. Ég hef þó aldrei verið skráð í neinn flokk og kýs að halda því þannig. Reyndi að horfa á þessar umdeildu umræður, um spilltar ráðningar innan borgarinnar, sem voru í Kastjósinu á netinu áðan. Þar voru þeir Björn Ingi og Dagur B. að ræða saman, krónprinsarnir tveir í borginni og þeir hefðu ekki getað verið óáhugaverðari. Ég gafst líka upp á að horfa áður en þetta var búið, þeir voru svo ó t r ú l e g a leiðinlegir báðir tveir. Tala hver ofaní annan, með óviðeigandi skítkast út í stjórnanda umræðunnar, kvartandi og kveinandi. Að metast um hvor stjórn borgarinnar, R eða B/D, hafi verið spilltari, bla bla bla... ZZZzzzzzzzzzz. Vá hvað þetta var leiðinlegt. Held að pólitískur áhugi minn hafi minnkað töluvert í kjölfar þessara umræðna. Tók reyndar eftir því að Björn Ingi hefur tapað töluvert af "taninu" síðan þessi mynd var tekin. Örugglega búin að losa sig við ímyndarráðgjafann og hættur að hugsa að hann verði að líta út eins og Ken til að fólk fíli hann.
Hverjir eru sammála mér?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim