Helgin
Nú þegar lífið hefur komist í samt lag eftir hátíðarhöldin miklu þá er ekki fjarri lagi að fara aftur að blogga um aktívitet helgarinnar. Það kveður þó við annan tón núna þar sem frúin stendur í detoxinu og var helgin því rólegri sem því nemur. Á föstudagskvöldið fórum við strákurinn á þessa sýningu á Foreldrum, sem var æðisleg. Eftir sýningina skelltum við okkur svo á La Primavera og fengum okkur smá að borða. Á laugardaginn vorum við í stússi frameftir degi, Sólveig og Hólmar komu í heimsókn og svo fór ég að vinna á fyrrnefndum stað. Það var rosa mikið að gera og var ég því niðri í bæ til hálf þrjú. Á sunnudaginn tók við meira stúss, heimsókn til ömmu og tripp í íbúðina hjá Steinunni.
Eitt sem sló mig um helgina og það var hvað fólk er búið að tískuvæðast í drykkjarvali á börum. Á Prima á laugardaginn afgreiddi ég óendanlegt magn af mojito og g&t. Fólk drekkur eiginlega ekki annað. Þetta er orðið svo slæmt að ég varð hálf pirruð á þessu, miðaldra karlar að halda að þeir séu töffarar að panta "g-t"! Af hverju reynir fólk ekki að prófa eitthvað nýtt eða fara alveg í old school drykkina? Hvað varð um kaftein í kók? Einu sinni voru allir að drekka það. Eða af hverju fer fólk ekki að drekka vodka í trönuberjasafa (sem er mjög gott) eða eitthvað annað af óendanlegu úrvali baranna. Ég ætla allavegana að reyna að koma af stað "g&t-uppreisninni" og hætta að drekka það sem og mojito-inn góða. From now on (þ.e. eftir detoxið) ætla ég að reyna að fá mér eitthvað nýtt á barnum í hvert skipti. The g&t-tímabil is over!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim