Hvað er að gerast?
Kuldinn hérna í höfuðborginni er við það að drepa mig. Ég þarf að klæða mig nánast í öll mín föt á morgnanna áður en lagt er í hann (ókei smá ýkt) og dúða mig með treflum (já fleirtölu!), húfu og vettlingum. Nú væri sko ljúft að vera staddur á einhverjum þeirra yndislegu staða sem við heimsóttum á liðnu ári, það væri eiginlega best að vera japanski gaurinn í Heroes og geta teleportað sér til Thailands með hugarorkunni einni saman á núlleinni. Ég væri sko á sundlaugarbakka með feitan kokteil í hendinni að láta nudda mig eða lakka á mér táneglurnar.
Svo að við afgreiðum meinhornið svona fyrir helgina þá verð ég að segja að ég er eiginlega pínu hissa á því hvað fólk er dónalegt og sjálfsmiðað svona á nýju ári. Setti engin annar en ég áramótaheit um að verða betri manneskja? Kannski er þetta kuldinn sem fer svona í fólk, gerir fólk dónalegt og frekt. Ég veit það ekki, kannski...
Er annars búin að hafa það fínt. Fín helgi framundan með smá vinnu á Vorinu í kvöld og útskriftarteiti á morgun hjá honum Binna. Markaðsmaðurinn mikli er officially komin með gráðuna sína. Sem minnir mig á skemmtilegar samræður sem ég átti við hann, Inga og Indriða frekar seint um kvöld, eða snemma um morgun kannski frekar. Good times, good times...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim