Confessions
* Ég viðurkenni það að ég hef gaman af því að horfa á Everybody loves Raymond. Eins silly og þátturinn er þá finnst mér hann voða fyndin
* Ég viðurkenni að horfa stundum á Glæstar vonir ruglaðar á Stöð 2. Mjög sorglegt að píra augun á skjáinn og reyna að lesa textann. Ég er sorglega gella.
* Ég viðurkenni að stundum borða ég popp í kvöldmat.
* Ég viðurkenni að ég er ógeðslega löt að læra og er á góðri leið með að missa allan áhuga á skólanum.
* Ég viðurkenni að ég er með fresturnaráráttu á afskaplega háu stigi. Geri aldrei neitt nema ég sé algerlega komin með það á síðasta séns. (T.d. eins og það að læra)
* Ég viðurkenni að ég er forfallinn kaffihúsa og slúður fíkill.
- Held að það sé komið nóg í bili -
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim