Monday, monday...
Eftir annasama og viðburðarríka daga þá er loksins komin smá lognmolla í lífið aftur. Búið að skila öllum verkefnum, prófin flest öll búin og lífið komið aftur í samt lag. Var að vinna um helgina og læra eins og brjáluð og er ekkert smá glöð að vera búin með þessa törn. Ætla heim að leggja mig á eftir í tilefni þessa.
Hlakka ótrúlega mikið að takast á við næsta verkefni sem er að komast up-to-date í Greys Anatomy. Stefnir í maraþon áhorf næstu daga. Það eru held ég 11 eða 12 þættir sem bíða mín og ég held að þeir séu rosalega viðburðaríkir. Stefni að því að fara til Más og Róbó í kvöld og ná í þetta allt saman.
Annars er Indriði búin að vera að downloada tónlist á fullu undanfarna daga. Hann náði í Amy Winehouse um daginn og við erum búin að vera að hlusta á hana. Ekkert smá skemmtileg tónlistin hennar, ég er alveg orðin sjúk í hana.
Mig langar núna meira en nokkru sinni fyrr að fara til útlanda. Langar að fara á svona 20 staði í sumarfrí.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim