Vantar eitthvað smellið
Suma markaðsstjóra ætti náttúrulega að reka. Eins og t.d. markaðsstjóra SKO. Þessar auglýsingar hjá þeim hljóta að vera þær mest pirrandi í sögu sjónvarpsins. Og ekki eruð þær neitt fyndnar eða smellnar. Gvuð hvað það eru miklu fleiri auglýsingar samt sem mér finnst bjánalegar en ég man ekki eftir akkúrat í augnablikinu.
Annað sem ég er búin að vera að velta fyrir mér er þessi rosalegi hraðakstur. Alveg merkilegt hvað fólk getur gert. Og það sem meira er er að þetta eru ekki bara ungmenni. Unglingarnir komast kannski frekar í fyrirsagnirnar, "búin að vera með bílpróf í sólarhring og strax búin að missa það" er eitthvað sem allir kannast við að hafa lesið. En þegar maður er á ferðum sínum um þjóðvegi landsins eða götur borgarinnar þá sér maður oft station bílana með fjölsklduföðurinn undir stýri á blússandi ólöglegum hraða. Og oft eru börnin í aftursætinu. Sennilega verðmætasti farmurinn. Hvað er fólk að spá? Hættið að keyra eins og bavíanar og hagið ykkur vel. Það er ekki töff að vera próflaus. Það er ekki töff að vera með líf fjölskyldunnar þinnar eða annarra á samviskunni. Hættið að keyra svona hratt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim