föstudagur, febrúar 16, 2007

Hversdagurinn

Það er svo fyndið hvað maður er stundum alveg blankó þegar kemur að þessu blessaða bloggi. Það sem manni langar mest að skrifa er kannski ekkert svo sniðugt að láta frá sér á öldur ljósvakans og það kemur bara alls ekkert upp í hugann sem gæti komið í staðinn. Það er líka fyndið hvað maður heldur stundum að maður þekki fólk á því að lesa bloggin þeirra en það gæti í raun ekki verið fjær sannleikanum. Það sem skiptir mann mestu máli setur maður ekki á bloggið.

Að lokum vil ég hvetja alla til að kjósa mig sem kynþokkafyllstu konu Íslands á Rás 2.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim