fimmtudagur, mars 15, 2007

Of langt síðan síðast....


Já ég er komin heim frá DK. Það var æðislegt úti, mega rólegheit, rölt um bæinn, kaffihús, fínir barir og krúttó veitingastaðir. Vorum á rosa íþróttahóteli þar sem voru sundlaugar og íþróttasalir á hverja hönd alveg við Höfuð-banda-garðinn (eða eitthvað svoleiðis) þannig að við fórum allra (eða svona næstum) okkar ferða fótgangandi. Hættum okkur einu sinni inn á Norðurbrún þar sem öll ólætin eru búin að vera og sáum 5 júmbó löggubíla í röð með svona 60 löggum í tilbúnum í allt. Fórum svo í dekur á sunnudeginum í Fields þar sem einn ofur áhugasamur íþróttagaur sagði okkur allt sem hægt er að vita um Kleopötru og hennar líf og dekrið snérist í kringum það. Jóga, tyrkneskt bað osfrv. Svo var brennt heim á sunnudagskvöldi með aðeins þyngri tösku en fór með út.

Núna er maður alveg komin á síðasta snúning með allt skólatengt þannig að nú er sko að duga eða drepast í þeim efnum. Allt púður næstu vikurnar skal því fara í blessaðan lærdóminn hvort sem mér líkar það betur eða verr. ...mér kemur nú sennilega til með að líka það verr þar sem ég er ekki þekkt fyrir að vera neinn ógurlegur námshestur en það verður bara að hafa það! Þessar blessuðu einingar skulu skila sér í hús í vor hvað sem tautar og raular.

Dagskrá helgarinnar er því nokkuð fastákveðin. Er að vinna á föstudags og laugardags kvöld og svo skal restin af tímanum fara í setu á Bókhlöðunni. Ef einhvern langar að vera lærdóms-partnerinn minn þá má hann gefa sig fram í commentakerfið ...(Hint: Katrín).

Add to post: Svo er litla sæta systir mín hún Guðrún að koma loksins í bæinn eftir allt of langa bið. Hlakka ýkt til að hitta hana og M&P á laugardaginn inni á milli þess sem ég reyni að læra eitthvað.
P.S. Held að ég sé að verða lasin sem er alls ekki nógu gott mál!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim