þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Back on the Bókhlaða


Já ég er mætt. Í þriðja skiptið á þessari önn og missionið er að reyna að læra smá. Hvað er þá betra en að byrja á smá bloggi? Ég verð nefninlega að segja frá nýjasta áhugamálinu mínu. Ég er nefninlega orðin sjúk í Grey´s Anatomy, helsjúk segi ég ykkur! Er búin að horfa á fyrstu seríuna og upp í þátt 20 í seríu 2 og er orðin algerlega hooked og ástfangin. Elska allar typurnar, Meredith, George, Izzie og síðast en ekki síst Dr. McDreamy. Men ó men hvað hann er handsome. Tónlistin í þáttunum er líka snilld, ekkert nema skemmtileg lög. Svo skemmir ekki heldur fyrir að þættirnir gerast í Seattle og þeir eru uppfullir af flottum skotum yfir borgina þar sem við strákurinn verðum kannski bráðum aftur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim