laugardagur, mars 17, 2007

Dagskrár update - 10 punktar


1. Ég er ekki búin að læra neitt. Það er þó bara að hluta til mér að kenna, hinn parturinn er foreldrunum að kenna. Það gleymdist nefninlega að kenna þeim stundvís og á klukku í æsku. Frekar skrítið því einhvern veginn tókst þeim að kenna okkur systkynunum það.

2. Ég er samt búin að kaupa mér miða á Forma styrktartónleikana á Nasa þar sem aðal-idolið mitt hún Björk verður að spila ásamt einhverjum side-kickum.

3. Ég held að gaurinn á neðri hæðinni sé annað hvort á fyllerístúr eða skilinn. Hann er búin að vera blastandi græjurnar on and off síðan í gærkvöldi, stundum heyrist eins og hann sé að dansa og núna síðast var hann mjög greinilega syngjandi. Frekar skrítið.

4. Það er búið að selja íbúðina á neðstu hæðinni.

5. Spurning hvort maður fái annað dansfífl í húsið.

6. Veðrið er ofur skrítið.

7. Er einhver þarna úti sem á afgangs eitthvað af staðfestu og einbeitingu. Mér vantar svoleiðis afskaplega mikið, er til í að borga fínt verð.

8. Veit einhver hvernig maður getur lesið svona 1.500 bls á 2 dögum?

9. Getur einhver kennt mér fjármál 2 á 2 dögum?

10. Ég hlakka til sumarsins.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim