Takið eftir, takið eftir!!
Já krakkar mínir nú er sko allt að gerast. Hann Sigurjón var að gera svo svakalega sniðugt á síðunni hjá sér að ég varð að herma eftir honum.
Málið er að mann langar alltaf að vita hverjir eru að lesa síðuna hjá manni og mann langar líka að lesa þá sem lesa mann. Þannig að mig langar að biðja þá sem lesa þessa síðu og eru líka með blogg að "líma" slóðina á síðuna hjá sér í kommentakerfið. Þeir sem eru með link hérna vinstra meginn þurfa af augljósum ástæðum ekki að láta vita af sér.
Þannig að:
1. Allir sem eiga blogg og lesa þetta verða að kvitta með slóðinni sinni
2. Allir sem lesa þetta blogg en eru ekki að blogga eiga líka að kvitta fyrir
Allir að vera með. Það er bannað að laumu-lesa!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim