Athyglisbresturinn
Ég hef stundum á tilfinningunni að ég þjáist af athyglisbresti. Næ engan veginn að einbeita mér og ef ég hef ekki áhuga á því sem er að gerast í kringum mig eða kem auga á eitthvað meira spennandi þá er ég strax búin að tapa þræðinum. Það er sérstaklega mikið búið að bera á þessu á síðustu önn og byrjuninni á þessari. Það sem er helst að trufla mig í tímum er nefninlega hin afskaplega heillandi táknmálstúlkur sem er að túlka fyrir einn strákinn í bekknum. Ég dett stundum inn í það að glápa alveg á hana og verð alveg heilluð af ótrúlegri handafærni hennar. Góni alveg tímunum saman og heyri EKKERT hvað kennarinn er að segja. Frekar steikt.
Hef líka ótrúlega lítið lært þessa skóladaga sem liðnir eru. Er búin að hafa miklu meiri löngun til að standa í allskyns föndri, prjóni og saumi til skiptis, og er líka búin að afreka ýmislegt á þessum dögum. Búin að sauma mér einn bol, prjóna annan og fleira fínerí. Er núna að prjóna barnapeysu fyrir litlu dóttur vinkonu minnar sem er væntanleg í heiminn alveg á næstu dögum vonandi. Hlakka ótrúlega mikið til að sjá hana litla krílið.
Annars allt fínt að frétta. Allir voða glaðir.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim