miðvikudagur, október 24, 2007

Statusinn

* Ég er ekki búin að eiga
* Á skv. áætlun 12 daga eftir
* Sem er nú voða lítið
* Er búin að vera mega dugleg í skólanum undanfarið
* Skila einu stóru verkefni og fara í próf
* Sem gekk allt bara ljómandi vel
* Er orðin áskrifandi af Gestgjafanum
* Fékk kökublaðið í dag og er búin að vera með stöðugt slefrennsli af græðgi síðan það kom inn um lúguna
* Hlakka til að byrja að baka
* Stefnir strax í allavegana svona 2-3 kíló hjá okkur stráknum í kjölfarið á þessu
* Skil ekki alla þessa umræðu um greyið Eyjólf landsliðsþjálfara
* Finnst að það ætti frekar að reka leikmennina en hann
* Nýju Parket og Gólf auglýsingarnar fara mega í taugarnar á mér
* Er bara alls ekkert að skilja þær
* Er búin að prjóna mega mikið undanfarið
* Var að klára að prjóna kjól og er núna byrjuð á poka fyrir barnið
* Er ekki að fíla veðurfarið hérna á höfuðborgarsvæðinu
* Er samt pínu farin að hlakka til að fá snjó
* Og líka pínu farin að hlakka til jólanna
* Hlakka náttúrulega mest til að fá monsuna mína í hendurnar
* Fórum í skoðun í dag og allt leit vel út
* Ljósmóðurin var að hrista skvísuna eitthvað til og athuga hvort hún væri skorðuð
* Sem hún fílaði engan veginn
* Og sparkaði í blessaða konuna í kjölfarið
* Strax orðin ákveðin litla daman

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim