föstudagur, nóvember 02, 2007

3 dagar eftir

Til að stytta mér stundirnar svona á síðustu metrunum á þessari meðgöngu þá ætla ég að reyna að vera aðeins duglegri en ég hef verið hingað til að rita hérna nokkur orð. Og náttúrulega líka fyrir ykkur hin sem lesið í von um einhverjar fréttir af bumbunni.

En anyway... Það er s.s. ekki enn komið neitt barn. Vonandi verður þess nú ekki langt að bíða að daman láti sjá sig. Settur dagur á mánudaginn og ekki frá því að maður sé farin að bíða pínu. Geri mér nú grein fyrir því að það gætu hæglega verið rúmar 2 vikur í þetta. Held samt og vona að það sé ekki meira en svona vika. Það er nánast allt tilbúið, búið að pakka í töskuna, búið að kaupa bílstól og svona það helsta sem þarf og jafnvel eitthvað sem þarf ekki neitt. Vaggan klár og föt komin í skápinn osfrv... Það er kannski feill hjá manni að vera svona tilbúin, ef maður þyrfti að bíða í 2 vikur í viðbót.

Annars hafa síðustu dagar einkennst af rólegheitum hjá frúnni. Sofið frameftir, horft á sjónvarpið og nýtt nýfengin áskrift af Stöð2. Glæstar vonir t.d. komnar á dagskrá hjá manni á morgnanna. Kaffihúsin sótt og tíminn notaður til að hitta vinkonurnar og slúðra eins hægt er. Á bara eftir að skila 3 verkefnum í skólanum og er að vona að ég nái að klára allavegana 1 áður en barnið kemur. Er ennþá að reyna að mæta í tíma og finnst það voða fínt. Gott að hafa eitthvað fyrir stafni og einhverja dagskrá til að fara eftir. Tíminn líður hraðar við það held ég.

Fleiri fréttir síðar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim