Ljúfa lífið
Það er víst ábyggilegt að lífið verður aldrei eins og það var áður. Á einni nóttu kúventist allt og tók nýja og betri stefnu. Litla ljósið okkar dafnar ótrúlega vel, sefur og drekkur og lætur foreldrana snúast í kringum sig eins og hún lifandis getur. Sem er ekkert nema gott því okkur finnst ekkert skemmtilegra. Hún er samt ótrúlega vær og góð og vakir og spjallar á daginn og sefur nánast allar nætur inni á milli þess sem hún drekkur. Við fórum með hana í fyrsta skiptið út í vagninum þegar hún var vikugömul og tókum smá hring hérna í hverfinu. Vorum nú ekki lengi, þorðum því ekki ef hún færi nú að skæla og heimta að fá að drekka á miðjum Laugarveginum, en litla skottið svaf eins og engill og fílaði sig bara vel í fínu kerrunni. Svo er hún búin að fara tvisvar í sturtu með pabba sínum og fílaði það líka bara voða vel. Setjum örugglega inn fleiri myndir í kvöld eða á morgun.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim