Tomorrow, tomorrow...
...þetta er sko ekki ég á myndinni...
Já ef skvísan er stundvís þá lætur hún sjá sig á morgun. Sem ég er voða mikið að vona að hún geri, er pínu komin á síðustu orkudropana hérna með þessa risa bumbu framan á mér.
Annars bara fínt að frétta. Við hjónin skelltum okkur á Nordica í morgun og fengum okkur brunch, sem var algert æði. Varð mér samt smá til skammar í leiðinni... með lobbyið fullt af Eve online nördum þá skunduðum við hjónin beint framhjá öllum sem á okkar vegi voru, opnuðum dyrnar að veitingastaðnum og ruddumst inn. Föttuðum ekkert að það var kannski ástæða fyrir því að það var lokað, það var eiginlega ekki búið að opna, og á eftir okkur kom hrúga af fólki sem við höfðum labbað beint framhjá og biðu kurteislega eftir að verða hleypt inn. Pínu vandró ...eeeen engin náttúrulega þorað að gera athugasemd við frekjuna í svöngu ófrísku konunni sem var komin í hlaðborðshaminn. Sem er reyndar punktur, ég hefði ekki þorað það heldur.
Helgin er líka búin að vera mega róleg hjá okkur. Búin að liggja í hrúgu í sófanum fyrir framan sjónvarpið örugglega svona 80% af tímanum og hafa það huggulegt. Enda svo sem ekkert annað að gera þegar veðrið er eins og það er búið að vera og maður kemst ekki í nein föt lengur. Labbaði t.d. út í 11-11 áðan á náttbuxunum, alveg eðlilegasti hluturinn í heimi. Keypti líka heilan höldupoka af ís og nammi ...og uppskar miklar augnagotur hjá afgreiðslustúlkunni í kjölfarið. Langaði mest að segja henni að þetta væri sko ekki allt fyrir mig ...en sat á mér.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim