Kraftaverkið okkar
Takk kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar og smsin frá ykkur krúttin mín.
Já hún er loksins, loksins komin til okkar.
Litla undurfallega, fullkomna dóttir okkar.
Við erum gersamlega búin að vera í sjöunda himni og sitja og stara á litla kraftaverkið okkar.
Hún er það allra fallegasta sem við höfum nokkurn tímann augum litið.
Það tók á að koma henni í heiminn, klukkutímarnir voru margir og mamman orðin örþreytt undir það síðasta.
Þetta tókst samt að lokum með mikilli hjálp góðra manna og kvenna og smá þrautseigju.
Sársaukinn er að mestu gleymdur þótt við séum alls ekki að fara að gera þetta aftur strax.
Næturnar voru nokkrar svefnlausar í röð og erum við svona smám saman að skríða saman og safna orku aftur eftir átökin. Litla daman var þó eins og engill í nótt og leyfði foreldrunum að lúlla pínu.
Við ætlum að taka nokkra daga í að læra á hvort annað og kynnast og ná að jafna okkur eftir þetta allt saman áður en við tökum á móti fólki. Ætlum þess vegna að setja inn eins og eina eða tvær myndir seinna í dag til að svala forvitninni hjá helstu aðdáendunum.
Aftur kærar þakkir fyrir allar kveðjurnar
Luv Litla fjölskyldan á Grettisgötunni
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim