+1
Já hún er ekki stundvís daman. Enda svo sem ekki hægt að gera ráð fyrir því, ekki eru foreldrarnir stundvísir heldur. Þetta hlýtur nú samt að fara að koma bráðum, í versta falli eftir 13 daga. Þangað til er ég bara í því að leggja mig og horfa á tv. Skellti mér í smá leiðangur áðan, fór og hitti Bubbann á Kaffitár og svo husbandið í bakaríinu. Kíkti í 2 búðir og náði auðvitað að versla smá... enda ekki margt annað hægt að gera.
Svona í ljósi nýfenginnar áskrifar af Stöð2 þá verð ég nú að tjá mig um versta þáttinn sem ég hef hingað til horft á á þeirri ágætu rás. Vinningshafinn í hræðilegheitunum er án nokkurs efa hann Jói Fel og Ítalíu-ævintýri hans. Annan eins auglýsingaþátt hef ég aldrei á ævinni litið. Ég varð eiginlega svo hneyksluð að ég varð hálf reið. Ekki nóg með það að stöðin kosti í áskrift, það séu auglýsingar inni á milli í þættinum og að þátturinn sé sponsaður af ákveðnu fyrirtæki heldur er þátturinn hreinlega ein stór auglýsing á Ítalíu-vörunum frá Hagkaup. Það eina sem gaurinn gerir í þáttunum er að fylgja þessum vörum eftir, sjá hvar þær eru framleiddar og svo er náttúrulega endað á að elda upp úr þeim. Mér finnst þetta einfaldlega einum of gróft. Og ekki nóg með hvað þetta er allt sponsað og auglýst í botn heldur er gaurinn náttúrulega með því kjánalegra sem gerist. Með nýja, stolna tattooið sitt, í allt allt of litlu fötunum að þykjast vera kokkur þegar alþjóð veit að hann er bakari. Ég mæli með að fólk sleppi því að horfa á þennan þátt, hann er einfaldlega ekki þess virði.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim