miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Afmælis


Elsku strákurinn minn átti afmæli á mánudaginn. Varð hvorki meira né minna en 29 ára. Bara eitt ár eftir sem tuttuguogeitthvað... Viku fyrir tvítugsafmælið hans þá fórum við að stinga saman nefjum fyrst, erum s.s. búin að eyða saman 9 árum, næstum því 1/3 af ævinni. Svo á laugardaginn síðasta þá varð litla skottan okkar 3ja mánaða. Hún braggast voða vel, er oftast voða þæg og góð hlær og hjalar en tekur svo auðvitað smá grát inni á milli.

Ég er mjög hneyksluð á þessu öllu Villa máli. Gamli góði Villi er algerlega búin að tapa viðurnefninu sem hann gaf sér sjálfur og ætti frekar að vera kallaður Villi viðurtann eða Villti tryllti Villi eins og Baggalútur lagði til. Greyið er ekki alveg að standa sig þessa dagana og maður getur varla annað en hálf vorkennt honum. Maðurinn komin í stöðuna sem hann var örugglega búin að vinna að að komast í í mörg ár. Loksins orðin borgarstjóri og svo klúðrar hann því svo svakalega korteri seinna að meira að segja flokksfélagarnir geta varla horft upp á hann. Svo er hann náttúrulega orðin svo gamall að hann á varla framtíð fyrir sér í einhverju öðru starfi en í borgarstjórninni. Það er því varla furða að hann ætli að sitja sem fastast þó að það rétta í stöðunni væri án efa að hann myndi segja af sér.

En ef við færum okkur yfir á léttari nótur þá verð ég nú eiginlega að segja frá fínu djúsvélinni sem ég festi kaup á um daginn. Hún er alger snilld, var á tilboði í Hagkaup á innan við 5þúsundkall og er búin að vera í stöðugri notkun síðan. Maður er búin að djúsa nánast allt í ísskápnum og komin með þessa fínu blöndu sem maður skellir í sig á hverjum degi nánast. Ég mæli með því að fólk fái sér svona. Brjálað hollt og gott.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim