Daglega lifið
Núna þegar jólin eru búin og við komin aftur heim á Grettisgötuna þá er lífið aftur farið að taka á sig sína fyrri mynd. Markmið næstu vikna er að reyna að koma svefninum hjá M í einhverja rútínu. Pían hefur verið að sofa bara einhvern veginn hingað til. Stundum verið vælandi fram undir morgun og stundum sofið eins og engill. Það stefnir nú í að þetta verði ekkert ofsalega erfitt, skvísan er að verða svo rosalega vel upp alin. Annað sem er á todo-listanum er að koma sér af stað í einhverja hreyfingu. Er jafnvel að spá að skella mér í Kramhúsið, það er boðið upp á allavegana 3 gerðir af jóga sem mér finnst svolítið spennandi að prófa.
Indriði skellti sér til London um daginn, hitti Árna Þórodd og tók eitt próf fyrir umsóknina í háskólann úti. Við skvísur vorum á meðan í sveitinni hjá mömmu sem var afskaplega ljúft. Ég er búin að fá út úr báðum áföngunum sem ég kláraði núna fyrir jólin og er ég vægast sagt ánægð með útkomuna úr þeim. Svo er ég líka afskaplega ánægð með að vera búin að endurheimta tvær vinkonur mínar aftur frá útlöndum, er búin að hitta bæði Katrínu og Sólveigu síðustu daga. Ekki alveg eins ánægð með að vera búin að missa hana Guðnýju mína úr landi. Skvísan ákvað að rífa sig upp með allt sitt hafurtask og flytja búferlum til Skotlands eða Pilsalands eins og hún kallar það sjálf.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim