Yfirferð yfir áramótaheit ársins 2007
Í Janúar 2007 setti ég niður 10 atriði sem ég ætlaði að hafa sem leiðarljós á nýju ári og reyna eftir bestu getu að uppfylla. Það er nú ekki alveg víst að mér hafi tekist að uppfylla þau öll. Það gekk allavegana mun betur með sum en önnur.
1. Ég ætla að vera duglegri að læra
Veit ekki alveg hvort þetta tókst. Veit samt að mér tókst að ná 18 einingum á vorönninni og hækka meðaleinkunina. Hvort sem það hafi tekist með auknum lærdómi eða að ég hafi farið að fylgjast betur með í tímum veit ég ekki.
2. Ég ætla að vera ennþá betri við fólkið mitt
Ég vona að mér hafi tekist það.
3. Ég ætla að koma lagi á fjármálin
Veit nú ekki hvort það hafi tekist. Er allavegana með jafn háan yfirdrátt núna og fyrir ári síðan. Byrjaði reyndar að spara sem er skref í rétta átt.
4. Ég ætla að reyna að fara 2x til útlanda
Það tókst. Köben í febrúar með Margréti yfirskvísu og svo Barcelona í Ágúst með husbandinu.
5. Ég ætla að reyna að drekka minna kaffi og fá mér te í staðinn
Það tókst. Varð ólétt í febrúar og með sívaxandi brjóstsviða eftir sem leið á árið dró sjálfkrafa úr kaffidrykkjunni.
6. Ég ætla að reyna að drekka minna áfengi
Það tókst all hressilega.
7. Ég ætla að hætta að láta fólk fara í taugarnar á mér
Er alveg viss á því að það tókst ekki. Sumt fólk fer ennþá í taugarnar á mér
8. Ég ætla að hætta að taka nærri mér þegar fólk kemur illa fram við mig
Veit ekki hvort að það sé yfir höfuð hægt.
9. Ég ætla að lesa meira
Ætli ég hafi ekki lesið svona álíka mikið (lítið) í fyrra og oft áður.
10. Ég ætla að vera duglegri að hitta vini mína
Ég gerði allavegana mitt besta. Þreytan og slappleikinn sem fylgdi fyrstu og síðustu mánuðum óléttunnar settu þó örlítið strik í reikninginn.
Er svo að fara yfir bloggið og leggja drög að einhverskonar annál eða yfirferð yfir árið 2007. Svo er líka spurning að gera önnur áramótaheit... Stay tuned!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim