Fæðingarorlofið
Já af því maður er í fæðingarorlofi þá horfir maður að sjálfsögðu á Glæstar á næstum hverjum degi. Ég sver það að allir handritshöfundarnir fyrir blessaðan þáttinn eru á eiturlyfjum. Og sko örugglega öllum eiturlyfjum sem eru til í heiminum. Ekki nóg með það að Brooke sé búin að vera með öllum Forrester karlmönnunum, og mörgum þeirra oftar en einu sinni, þá er sko búið að finna nýjan bróðir sem hún er núna ástfangin af. Og hey... hann var óvart giftur dóttur hennar en hún lét það sko ekki stoppa sig heldur stakk undan henni. Því þegar þetta er spurning um "true love" þá er allt leyfilegt... eða það er allavegana svoleiðis í blessuðun þáttunum. Þetta fer hreinlega að vera of steikt til að geta horft á. Það er í alvörunni spennandi hvernig er hægt að flækja þetta meira og búa til fleiri sambönd út úr þessum takmarkaða leikarahópi. Held samt að ég sé búin að sjá út næstu fléttu hjá þeim. Maður verður sko nokkuð góður í að lesa þættina þegar maður er búin að fylgjast pínu með. Ég held að næsta moove verði að Brooke verði ólétt og hún viti ekki hvort það sé eftir Ridge eða Nick. Ridge nefninlega nauðgaði henni um daginn en hún fyrirgaf honum, hún var búin að taka svo mikið af pillum. Og ákvað svo að sofa hjá Nick. Faðernismál eru nefninlega mjög heitt topic í þáttunum. Annar hver maður hefur verið rangfeðraður á einhverjum tímapunkti.
En svona að öðru aðeins málefnalegra þá er ég núna að lesa Frjáls eftir Ayaan Hirsi Ali og er bara nokkuð ánægð með hana. Var reyndar frekar lengi í gang með hana, var ekkert of æst yfir henni svona til að byrja með en núna er hún orðin afskaplega áhugaverð. Bara örfáar blaðsíður eftir...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim