Helgin helgin
Já krakkar helgin er búin að vera tryllt!
Guðrún systir í heimsókn hjá okkur.
Ragga og Hörður í mat á laugardagskvöldið.
Sólveig, Hólmar og Karín í heimsókn hjá okkur í dag.
Núna situr maður fyrir framan imbann að hlaða batteríin og slaka á eftir annir helgarinnar.
Verkefni vikunnar er svo að reyna að sjá eins mikið af Röggu og company eins og hægt er, jóga á morgun, mömmuhittingur og fimleikar á þriðjudaginn, leikhús á miðvikudaginn og svo heldur þetta áfram...
Á föstudaginn er svo planið að kíkja út á lífið þannig að verkefni vikunnar er líka að finna outfit og smyrja á sig smá brúnkukremi. Ég vill alls ekki að gellurnar fái ofbirtu í augun út af óeðlilega hvítum hörundslitnum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim