föstudagur, febrúar 22, 2008

Busy friday

Ok so far í dag er ég búin að afreka:

1. lita á mér hárið
Gekk ekki alveg þrautarlaust. Lillan sofandi úti á svölum á meðan og þurfti ég nokkrum sinnum að hlaupa út í hurð og stinga upp í hana snuddunni með litabrúsan í annarri

2. lita á mér augabrúnirnar
Ekki hægt að vera með litað hár en ekki litaðar augabrúnir

3. horfa á Holiday
Svona á meðan ég beið eftir að liturinn virkaði

4. horfa á Bold and the beautiful
Fastur liður á morgnanna

5. fara í göngutúr með krúttunum mínum
Löbbuðum í bæinn og lillan svaf á meðan. Fengum okkur kaffi á Prikinu, keyptum 3 afmælisgjafir í Máli og Menningu og náðum í skóna mína úr viðgerð

6. fara í klippingu
Svo fínt að skella sér inn á Rakarastofuna á Klapparstíg, þarf ekkert að panta fyrirfram

7. fá mér nýjan hringitón í símann
Er sjúk í Haffa Haff og núna heyrist Wiggle Wiggle song þegar einhver hringir í mig. Újé!

8. blogga

...og dagurinn er bara rétt hálfnaður...

Svo er rosa prógramm framundan um helgina. Heimsóknir, afmæli og fimleikaæfing. Allt að gerast hjá frúnni.
Svona til að koma ykkur í gírinn fyrir helgina þá er hérna uppáhaldið mitt. Óþarfi að taka það fram að ég nánast grét þegar lagið datt út úr eurovision keppninni. Þótt það sé eiginlega of flott til að vera með í þessu ...alveg lang flottast!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim