Að gefa af sér
Við fjölskyldan erum orðin stoltir styrktarforeldrar Lucy Akello, lítillar 3ja ára stúlku frá Úganda. Er búin að vera að hugsa um að verða styrktarforeldri í langan, langan tíma og ákvað að drífa mig í því eitt kvöldið meðan ég var að tala við Röggu í símann. Mótíveruð af því að hún var nýbúin að velja sér sjálf barn á abc.is. Ég vil því nota tækifærið og kvetja alla til að gera slíkt hið sama. Síðan er mega einföld, þú getur valið land og valið barn. Þetta kostar ekki einu sinni svo mikið, 3.250 kr á mánuði, fyrir menntun, húsnæði og fæði. Búandi á alsnægtarlandinu Íslandi þar sem mann skortir aldrei neitt og neysluæðið er að trylla mann þá á maður að gefa af sér og hugsa til þeirra sem hafa það ekki eins gott og maður sjálfur. Litla Lucy á bráðum afmæli, verður 4ra ára þann 3. mars. Ég ætla þá að senda henni smá auka pening svo að það sé hægt að kaupa handa henni afmælisgjöf. Finnst ykkur hún ekki sæt?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim