fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Staðan


Já staðan á málunum hjá frúnni í fæðingarorlofinu er s.s. þessi:

1. Megrunin:
Það má eiginlega segja status quo ...eða status vaxandi ...það gengur s.s. ekki alveg nógu vel.

2. Ritgerðin:
Blaðsíður lesnar: 0, Orð skrifuð: 0 ...Það gengur s.s. ekki heldur alveg nógu vel með það.

Hins vegar ef ég ætti að telja þvottavélar þvegnar eða bleyjur skiptar eða gönguferðir teknar eða sjónvarpsþættir séðir þá væri staðan önnur. Það er nefninlega aðeins öðruvísi að vera í fæðingarorlofi en ég hélt. Ég hélt að ég yrði ýkt dugleg að vera í megrun, ýkt dugleg að skrifa ritgerðina mína, ýkt dugleg að hitta fólk og fara í göngutúra (reyndar pínu dugleg í því) og svo hélt ég líka að ég myndi vera eins og jetsetter um allan heim í heimsókn hjá útlendingunum vinkonum mínum, en það er ekki að gerast heldur. Er ekki búin að panta mér eina einustu ferð út, en vona reyndar að það standi til bóta. Það stefnir nú í heimkomu hjá allavegana þremur á næsta mánuðinum þannig að kannski þarf ég ekkert að fara alveg strax. Hlakka ýkt ýkt ýkt til að fá þær allar heim. Miss you very much elsku Ragga, Guðný og Katrín!

MÓI dafnar voða vel. Er ýkt hress á því og stækkar og stækkar. Það eru allir velkomnir í heimsókn til heimavinnandi frúarinnar á Grettisgötunni til að líta á orminn. Við mæðgur erum æstar í selskap.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim