Lífið
* Ég fór í fyrsta skiptið út á föstudaginn frá lillunni minni. Ég og Ragga og nokkrar píur skelltum okkur á Rossopomodoro og kíktum svo á nokkra bari. Það var mega skemmtilegt og gaman að klæða sig aðeins upp, fara út og hitta fólk.
* Við Indriði fórum svo í leikhús á miðvikudaginn. Mamma, þessi elska, kom alla leið úr sveitinni og passaði litla öskurapann okkar. Hún fann alveg á sér þessi elska að við værum að fara að stinga af og öskraði allan tíman meðan við vorum í burtu. Já hún er ákveðin daman... Við sáum Kommúnuna sem var bara mjög skemmtileg, fínn húmor og allir voða berir, sem var áhugavert.
* Við kíktum líka í heimsókn til Kötlu, Reynis og tvíburanna á miðvikudaginn. Ekkert smá gaman að líta aðeins til þeirra.
* Við M kíktum svo í gær í heimsókn til Sólveigar, Hólmars og Karínar. Karín dúlla farin að labba eins og herforingi út um allt, alger dúlla.
* Tengdó er í heimsókn í Reykjavík núna. Búin að kíkja oft til okkar og knúsa M.
* Fórum með þeim í brunch á sunnudagsmorgun og kíktum svo í Kolaportið.
* Christína, Tristan og litli kúturinn kíktu í heimsókn til okkar á laugardaginn. Þeir bræður eru algerar dúllur og ekkert smá gaman að fá þau í heimsókn.
* Guðný kemur bráðum í heimsókn og Katrín kemur bráðum líka aftur heim. Újé!
* Við hjónin erum orðin svo æst yfir mögulegum flutningum til vesturheims að við erum að tryllast úr spenningi. Fáum vonandi svar um skólann í þessum mánuði.
* Ef einhvern langar til að vita hvað er að gerast í Glæstum vonum þá er hægt að spyrja mig. Það er allt að tryllast sko... og þetta er næstum því það mest spennandi sem er að gerast í mínu lífi núna.
* Annars er ég líka eitthvað að reyna að plana utanlandsferðir til að heimsækja útlendingana mína. Vonandi gengur það upp...
* Það eru komnar nýjar myndir á myndasíðuna. Allir að kíkja á það!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim