þriðjudagur, mars 04, 2008

Árans plastbollar


Ég er mjög sorgmædd yfir að Súfistinn sé horfin úr Máli og Menningu. Þetta var eitt uppáhalds kaffihúsið mitt, get setið þarna tímunum saman og lesið blöðin og drukkið yndislegan latte úr stóru stóru bollunum þeirra. Te og kaffi sem er komið þarna í staðinn er svo sem ekki alslæmt, það hefur tekist að halda nokkurn veginn sömu stemningunni, fyrir utan bollana. Ég meika svo engan veginn þessa plastbolla eða plastmál sem þeir eru að nota allsstaðar. Vill fá alvörukaffi í alvörubolla ...ekkert rugl! Ég er að vonast til að Súfistinn opni sem allra fyrst niðri í Iðu sem er víst planið að gera. Þar er sko lyfta og hægt að fara með barnavagn þar upp eins og ekkert sé.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim