Auglýsingar
Ég er búin að ætla mér að tjá mig um auglýsingar hérna frekar lengi. En einhvern veginn hefur það alltaf gleymst hjá mér. Það er nefninlega alveg með ólíkindum hvað auglýsingar geta farið mikið í taugarnar á manni. Ein sú auglýsiing sem fer allra mest í taugarnar á mér þessa daganna er helv... Always auglýsingin með ljótu gellunni með ljóta hárið í bolnum með einni erminni. Hvað er eiginlega langt síðan það var í tísku að vera í bol með einni ermi? Maður bara spyr. Hver dansar líka svona og syngur þegar hún er á túr...engin sem ég þekki allavegana. Sem gott dæmi um andstæðu þessarar auglýsingar eru snilldar auglýsingarnar með henni Halldóru Geirharðs fyrir Íslandsbanka. Mér finnst þær alveg hrykalega skemmtilegar og fyndnar. Starfmaður mánaðarins auglýsingin er t.d. alger snilld, "maður verður nú að fara einhvern tímann í sumarfrí" Ef þessi herferð fær ekki einhver verðlaun þá verð ég mjög hissa. Í tilefni af því er þetta hérna.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim