Helgin, fréttirnar og vikan framundan
Helgin var fín hjá frúnni. Ég sendi strákinn minn einan norður í fermingarveislu, þurfti að vinna og svo var starfsmannapartý í vinnunni. Hann fór samt ekki frá mér fyrr en seint og um síðir á föstudaginn. Við fórum fyrst og skelltum okkur í göngutúr um 101, ég fæ ekki leið á því að labba um gamla bæinn það er allt svo krúttlegt þar. Svo þegar við vorum komin með leið á labbinu þá fórum við á Eldsmiðjuna að borða. Ég er rosalega hrifin af Eldsmiðjupítsum, þetta eru alveg með bestu pítsum sem ég smakka. Þetta er samt í fyrsta skiptið sem ég hef farið þarna og borðað á staðnum, hef áður bara tekið með mér heim. Ég held að ég haldi því bara áfram því aðra eins hörmungarþjónustu hef ég ALDREI á ævinni fengið. Ég var næstum því búin að labba út en var svo gáttuð á þessum dónaskap að ég varð bara stjörf og vissi hreinlega ekki hvað ég átti að segja eða gera ...sem gerist frekar sjaldan!! Ég fór svo seinna um kvöldið til Röggu og við spjölluðum eitthvað frameftir. Á laugardeginum fór ég í ræktina svo í vinnuna og afkastaði heilum helling og svo í staffapartýið um kvöldið. Lá í rúminu allan sunnudaginn og svaf og horfði á sjónvarpið. Er því endurnærð og í banastuði í dag.
Eitt sem ég er búin að vera að velta fyrir mér um helgina eru þessir blessuðu fréttatímar á báðum rásum. Mér finnst nánast við aðra hvora frétt þurfa að minna á að "við vörum við myndunum sem hér koma". Af hverju í ósköpunum er verið að sýna þenna viðbjóð á besta tíma áhorfstíma? Ég gerði þau mistök að vera að borða fyrir framan fréttirnar eitt kvöldið þegar svona viðvörun kom og ég missti algerlega matarlystina. Það var verið að sýna sundurtætt lík, blóðpolla og annan eins viðbjóð. Þess vegan spyr ég. Er fréttin áhugaverðari/betri ef sýndar eru svona myndir? Og er forsvaranlegt af fjölmiðlum að sýna þessar myndir þar sem mikil hætta er á að börn sjái þær á þessum tíma? Ef ég ætti krakka þá væri ég sko búin að mótmæla.
Vikan framundan er með styssta móti því eins og Ragga myndi segja "í dag er mánudagur en samt líka miðvikudagur" af því vinnuvikan er bara 3 dagar. ...ég ætla nefninlega að taka mér frí á föstudaginn. Það á nú ekki að gera neitt sérstakt nema tjútta með Ms. Time is money.is, (sjá gestabók) skvísan er að klára prófin á miðvikudaginn og ætlar að sletta úr klaufunum í tilefni af því og að sjálfsögðu ætla ég að vera með henni í því. Ætli við reynum svo ekki að gera e-ð við borðplötuna heima hjá okkur sem er búin að vera krossviður í svona mánuð.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim