Bara smá..
Er búin að vera rosa dugleg að þrífa heimilið mitt og líka taka til hérna á síðunni. Búin að bæta inn link á blakliðið hans Indriða. Ég hvet alla til að fara þarna inn og skoða búningana, þið munið þessa bleiku og limegrænu. ...þetta er ekki fögur sjón skal ég segja ykkur. Ég er s.s. búin að uppfæra hlekkina og vil sérstaklega benda á Cosmo-hlekkinn, sem ég setti nú inn bara fyrir hana Guðnýju Ebbu, ekki það að þetta sé SNILLDAR SÍÐA. Annars er nýjasta hugdettan mín sú að fá mér hund, hvernig líst ykkur á Chihuahua? Svona hund eins og Elle Woods átti í Legally Blond...Í þessum hugleiðingum mínum, s.s. leit minni á Google rakst ég á frábæra síðu. Þetta er síða þar sem þú getur bjargað hundi sem er munaðarlaus, ég mæli alveg með þessari.
P.s. ef ykkur finnst barnalands-bullið fyndið, þegar mömmurnar eru að skrifa eins og börnin séu að tala, þá finnst ykkur þetta hillaryus. Hundar að skrifa og biðja fólk um að ættleiða sig ...muhahahahaha.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim