föstudagur, apríl 16, 2004

Grillið, Hemmi Gunn, Carrie og co.

Mig langar að byrja á því að lýsa yfir sjálfboðaliðum sem vilja bjóða mér út að borða á Grillið um helgina. Það er kokkur að elda þarna núna yfir helgina sem vinnur á veitingastað í London sem er með 2 Michelin stjörnur. Fyrir þá sem vita ekki þá eru 2 rosa mikið, 3 er hámarkið og það er engin staður á Íslandi sem er með stjörnu. Þetta er því engin smá klassa kokkur sem er í boði þarna. Sem fyrr þá bendi ég áhugasama á að nota commentakerfið til að bjóða sig fram.

Ég verð enn og aftur að lýsa yfir þeirri skoðun sem ég hef á Hemma Gunn. Mér finnst hann er alveg ótrúlega fyndinn karl. Hann var í morgunsjónvarpinu í morgun og sonur hans líka, og ég held svei mér þá að ég hafi aldrei séð svona mikið hlegið í beinni útsendingu allt mitt líf. Þeir hlóu endalaust feðgarnir og að alveg ótrúlegum fimmaurabröndurum. Greyið Inga Lind og Heimir, þau hlógu bara og hlógu líka og gátu varla komið upp orði. Svona öllu jafna samt þá fer þessi sjálfstæðis skvísa alveg í mínar fínustu taugar. Þótt hún hafi skánað mikið frá fyrstu útsendingunum þá á hún ennþá mjög langt í land í að ná þeirri færni sem mér finnst gera fólk að góðum sjónvarpsmanni.

Sex in the city var að sjálfsögðu á dagskránni í gær og sat maður eins og límdur við skjáinn. Ég verð samt að segja að mér finnst þessi rússneski sem hún er að deita alls ekkert spes. Hann er allt of gamall og leiðinlegur til að manni geti fundist hann spennandi. Ég verð því að segja að ég hef nokkrar áhyggjur af þessu, ég held nefninlega að þættirnir endi með því að hún giftist og það stefnir mikið í það að það verði þessi rússi, þar sem það eru bara 3 þættir eftir. Ég vil að hún endi með Mr. Big, hann er alveg maðurinn fyrir hana sem hún er búin að vera alltaf hrifin af. Hvað segið þið með þetta stelpur?

Og svona rétt í lokinn verð ég að vekja athygli ykkar á teljaranum sem er komin í hvorki meira né minna en 656 þegar þetta er skrifað. Ég er ótrúlega stolt og með gleði í hjarta.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim