miðvikudagur, apríl 28, 2004

Dagurinn í dag er góður dagur

Í dag er góður dagur, sólin skín og ég var búin snemma í vinnunni. Skvísan heiðraði nefninlega Akureyringa með nærveru sinni fyrripartinn í dag. Það var vaknað fyrir kl. 7 og kl. 7:20 stóð maður úti á flugvelli tilbúin til brottfarar. Ég man hreinlega ekki hvað er langt síðan ég vaknaði svona snemma. Enda er þetta afskaplega ókristilegur tími, sérstaklega fyrir svefnpurkur eins og mig. Maður skilaði sér svo til Borgarinnar aftur um kl. hálf fjögur og fannst nóg komið af vinnu þennan daginn. Sólin skín líka og síðan ég kom heim er ég búin að liggja fáklædd á svölunum hjá mér í von um að ná mér í einhvern lit. En... núna er sólin að fara og mér er ekki til setunnar boðið lengur. Búin að lofa sjálfri mér og stráknum mínum, sem er búin að gera mikið grín að mér og þeirri staðreynd að ég eigi kort í 2 líkamsræktarstöðvar sem ég nota afskaplega sjaldan, að fara í ræktina í dag. Ég er s.s. á braut til betra lífs með brúnku og ástundun líkamsræktar. Húrra fyrir mér!! ...er ekki líka batnandi fólki best að lifa?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim