miðvikudagur, júní 02, 2004

Tónleikar, vikan skrítna og fréttirnar

Á þessu mikla tónleika sumri ætla ég mér að fara á að minnsta kosti 3 tónleika. Ég er búin að fara á eina, Sugarbabes, var í dag að kaupa mér miða á aðra, Starsailor, og svo keypti ég mér miða á Metallica um daginn. Þetta verður því rosa skemmtilegt sumar með miklu tónleikahaldi. Verst hvað þetta er afskaplega dýrt, Metallica miðarnir sviðu þó sárast því ég keypti líka fyrir strákinn og samtals gerðu þetta 15 fjólubláa. En hvað gerir maður ekki fyrir þessa stráka...

Vegna frídagsins á mánudaginn þá er ég búin að vera einum degi á eftir alla vikuna. Gleymdi t.d. fundi sem ég var búin að bóka í morgun því ég var alveg viss um að það væri þriðjudagur. Ætlaði líka í gær að fara í pallatíma í hádeginu en það var engin pallatími heldur bodypump, sem ég tók aðeins of mikið á í og get því varla núna labbað upp stiga út af strengjum. Er annars búin að vera á þvílíkum þeytingi í dag, eiginlega alveg búin á því og ætla að drífa mig heim.

Gleðifréttir dagsins eru tvímælalaust ákvörðun forseta að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin frægu. Allir voða glaðir út af því. Ég er allavegana alveg búin að ákveða hvernig ég ætla að kjósa um það og líka hvern ég ætla að kjósa í forsetakosningunum. Óli er minn maður. Var annars að lesa mjög skemmtilegt blogg um daginn sem ég ætla að stela hugmyndinni af hjá Krumma. Er strax búin að hugsa upp nokkur atriði sem fáir vita um mig en er vert að koma á framfæri.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim