föstudagur, júlí 09, 2004

Hong Kong here I come...


Jæja dúllurnar mínar. Nú er komið að því að skvísan yfirgefi landið og verði fjarverandi næstu 2 vikurnar. Stefnan er sett á London með fyrsta flugi Icelandair í fyrramálið. Morgundeginum verður svo eytt í London City, Oxfordstreet. Um kl. 6 er svo stefnt að því að halda aftur upp á Heathrow og taka flug BA31 kl. 21:10 til Hong Kong. Þegar við lendum þá er komin sunnudagur og klukkan verður 15:55 að HK-tíma. Við verðum svo að vinna eins og brjálæðingar frá 12. - 16. Júlí og tökum flug BA28 aftur til London kl. 23:45 þann 16. Þegar við lendum svo í London verður komin 17. og klukkan verður 05:45, frekar svona ókristilegur tími fyrir minn smekk. Indriði kemur svo með fyrstu vélinni til London 17. og við tékkum okkur inn á Mega flotta hótelið Hilton Kensington þar sem við ætlum að gista í 5 nætur. Eftir það förum við svo til Stínu vinkonu og Sissa í Oxford og verðum þar til 25. Júlí þegar við komum heim.

Ég hlakka svo mikið til að ég er algerleg að fara yfirum. Ég gæti heldur ekki óskað mér betri ferðafélaga. Herdís skvísa sem fer með mér er mega hress og alger stuðbolti og þetta er held ég í áttunda skiptið sem hún fer til Hong Kong. Hún þekkir því alla flottustu barina og matsölustaðina til að fara á. Mest hlakka ég samt til að eiga heila viku þar sem við Indriði verðum bara tvö ein að dúlla okkur. Varla búin að sjá hann almennilega síðan hann útskrifaðist hann er búin að vinna svo mikið.

Ég á eftir að gera helling áður en ég fer. Ég þarf að kaupa mér nýja ferðatösku, pakka niður og svo er ég að fara yfir í Latabæ á eftir að vinna með liðinu þar. Mega flott allt þar svona "by the way". Ég á líka eftir að prenta út helling af gögnum sem ég þarf að taka mér og svoleiðis ves. Ég skal reyna að komast til að segja svona helstu hightlights inn þannig að þið náið að fylgjast aðeins með mér.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim