fimmtudagur, september 23, 2004

Flensufréttir

Já það er orðið opinbert, ég er komin með flensuna. Ligg hérna heima núna með hálsbólgu, beinverki og hita uppi í rúmi, dúðuð í flíspeysu, með trefil og í dúnsokkunum mínum. Hef reyndar ekki orðið veik núna í svolítið langan tíma þannig að það hlaut að koma að þessu. Ætli ég hafi ekki náð mér í þetta í gerlapottinum í sal 1 í Háskólabíó, svona svipað og þegar maður verður veikur eftir að hafa verið í flugvél. Er ekki alveg að meika að hanga svona heima og hafa ekkert að gera, enda verð ég sjaldan eins geðvond og þega ég er lasin. Annars eru dúnsokkarnir alveg að bjarga mér núna, ég er held ég fótkaldasta manneskja á jörðinni. Jæja, ætla að fara og leggja mig og reyna að ná þessu úr mér. Verð nefninleg að mæta í tvöfaldan dæmatíma í stærðfræði á morgun, sama hvernig ástandið verður.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim