þriðjudagur, september 28, 2004

Skólalífið og helgin framundan

Já ég sit hérna yfir heimadæmum í stærðfræði og hreinlega get ekki meira. Andhverfur, ákveður og undirákveður, hjáþættir, raðtölur og skalarstærðir þetta er allt farið að renna saman í höfðinu á mér. Er svona aðeins að byrja að fríka út yfir öllu sem er framundan, 4 próf og ein ritgerð sem gildir 60%, og allt þetta á næsta mánuði. Er að fara á fimmtudaginn á ráðstefnu hjá KB banka um húsnæðislán í heimildaöflun fyrir ritgerðina. Verð að fara að verða duglegri að læra.

Erum að fara norður næstu helgi, eða á laugardaginn e. dæmatímana. Það verður brenna í sumarbússtaðnum og einhver veisla ef ég þekki tengdafólkið mitt rétt. Hlakka rosa mikið til að fara og slaka aðeins á.

Í neytendahorninu í dag ætla ég að mæla með íslensku kvikmyndinni Dís. Við Ragga vinkona skelltum okkur um daginn og hlógum okkur máttlausar. Svona án gríns þá hefðum við getað verið að gera þessa mynd hún hitti á svo rosa marga punkta sem við erum búnar að vera að spjalla um. Hún missti reyndar aðeins flugið eftir hlé, frekar mikil tilvistarkreppa komin í hetjuna, en myndin var góð fyrir það.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim