miðvikudagur, september 22, 2004

Sígaunaeðlið og neytendahornið


Það er alveg merkilegt hvað ég fæ alltaf þá tilfinningu á haustin að ég þurfi að drífa mig og flytja eitthvert annað. Núna t.d. er ég búin að vera óstöðvandi á netinu að skoða fasteignir á mbl.is. Búin að panta mörg söluyfirlit og er endalaust að rúnta um hin ýmsu hverfi bæjarins og skoða hús sem eru til sölu. Þetta er orðið svo slæmt að það jaðrar við þráhyggju. Og ég fæ nánast undantekningarlaust þessa rosa sterku tilfinningu á haustin. Kannski af því af því að á haustin hérna áður fyrr þá var maður oft að flytja sig um set, fara í skólann og svona. Ætli þetta séu ekki einhverjar restar af því.

Í neytendahorninu að þessu sinni langar mig að segja frá plötunni í spilaranum hjá mér. Ég dreif mig um daginn og fjárfesti í nýju plötunni hennar Bjarkar og hún er búin að vera rúllandi í bílnum hjá mér. Björk klikkar náttúrulega aldrei, þessi plata er ótrúlega flott og maður hreinlega trúir því ekki að þetta séu bara raddir sem eru notaðir á henni. En það virðist bara vera þannig að annað hvort fílarðu Björk í botn eða þolir hana alls ekki. Ég er í fyrri hópnum og hef alltaf fundist hún skemmtilegur tónlistarmaður, hún er nú líka fjarskyld frænka mín (við erum held ég þrímenningar) þannig að ég er kannski ekki alveg hlutlaus. Þið sem eruð í fyrri hópnum með mér ættuð endilega að drífa ykkur út í búð og fjárfesta í þessari plötu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim