Americas next top model
Jæja þá er það ljóst, Eva Diva er næsta Americas next top model og ég verð nú að bara að segja að ég er alls ekki sátt. Ég hélt með Yaya alveg frá fyrsta degi og fannst hún alltaf lang sætust og finnst hún ennþá lang sætust. Er eiginlega bara pínu pirruð út af þessu. Merkilegt hvað maður getur gleymt sér yfir sjónvarpsþætti og fundist það bara rosa eðlilegt. Ég er meira að segja að fara í próf á morgun og ætti að vera að læra en bara VARÐ að tjá mig um þetta rugl... skrítið. En allavegana núna getur maður einbeitt sér að fullu að Aðþrengdu eiginkonunum. Finnst ykkur ekki líka Yaya miklu sætari...
Var annars á Iðnó í dag að fá mér vaktir fyrir sumarið. Mikið rosalega verður mikið að gera hjá mér næsta mánuðinn. Ræktin kl. 6:30 á morgnanna, bankinn frá 9-5 og svo Iðnó frá 6-12 svona 4 kvöld í viku. Ef einhver á nokkra klukkutíma aflögu í sólahringnum fyrir mig þá má hann endilega lána mér. Ég held að ég þurfi á því að halda. Fínt samt að vera pínu busy, það er líka komið sumar og svona og maður þarf alltaf að sofa aðeins minna á sumrinn. Eða er það ekki örugglega...
Allir svo að drífa sig í Debenhams á morgun, það er nefninlega sprengidagur. Allt á 25% afslætti og snyrtivörur á 15% afslætti. Ég held að ég eigi eftir að versla smá. Á það nefninlega svaka mikið skilið, búið að vera svo erfitt að vera í prófum. En það er síðasta prófið á morgun og það verður sko FAGNAÐ þegar það er búið. Við hagfræði-píurnar ætlum að fara á Tapas-barinn og fá okkur smá að borða og kannski pínu bjór svona í tilefni dagsins. Ég hlakka rosa mikið til.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim