sunnudagur, maí 08, 2005

Frelsið og fleira

Já það er svolítil íronía í því að ég er hérna heima að lesa Frelsið þegar eina sem ég þrái er frelsi undan oki skólabókanna. Mikið hlakka ég til á fimmtudaginn þegar þetta vesen verður allt búið. Sumar og sól framundan og engar meiri skólabækur fyrr en í haust. Margar golden setningar samt í þessari bók eins og t.d.

Dómgreind er mönnum til þess gefin að þeir beiti henni
Ofsóknir eru eldskírn sem sannleikurinn kemst ávallt klakklaust frá


Allir að gerast menningalegir í sumar og lesa Mill.

Fórum í fyrradag til Reynis og Kötlu, spiluðum smá og sötruðum aðeins með því. Skelltum okkur svo í smá afmæli í gær með Reyni. Þau gátu ekki reddað pössun þannig að Katla var heima, hefði verið svo gaman að hafa hana með. Var annars bara mjög róleg, á bíl og komin heim rúmlega 12. Settist þá aðeins aftur yfir bækurnar til rúmlega tvö. Tökum almennilegt djamm með þeim þegar prófin eru búin.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim