Bókhlaðan og afrek gærdagsins

Prófið gekk ágætlega í gær, komin tími til að mér fari að ganga eitthvað betur í þessu brasi, þannig að ég fagnaði með því að læra bara ekkert í allan gærdag. Fór og setti bílinn á sumardekkin, já ég veit að ég hefði átt að vera löngu búin að gera það, og fór svo og hitti Erlu, Auði og Kollu á Kaffitár seinnipartinn. Voða gaman að hitta þær allar. Svo var meira að segja auka-félagsskapur með í för því Kolla tók Rakel Gígju með sér og Auður var með Freyju Sigrúnu. Þessi litlu grey eru nú ekkert smá sæt. Guðný Ebba komst ekki með því miður, þetta er orðið eitthvað mega spooky hvað það gengur illa að hitta hana. Fórum svo í bíó í gærkvöldi með Reyni og Kötlu á nýju Woody Allen myndina Melinda and Melinda sem var fín.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim