Dagurinn í dag...
...er búin að vera mega pirringsdagur. Fékk reyndar eina einkunn sem ég ber mjög blendnar tilfinningar til. Bæði góðar og líka frekar slæmar. Ætla að reyna að láta grumpið líða úr mér í kvöld með því að reita smá arfa í garð-ómyndinni minni. Ekki það að garðverk sé eitthvað uppáhald hjá mér.
Aðal pirringurinn er samt:
Fólk sem er með sólgleraugu inni
...Varla hægt að vera hallærislegri en það.
Var að vinna á Iðnó í gær í rúma 10 klst er eitthvað þreytt eftir það. Frekar mikið að gera og ég á hlaupum eiginlega allan daginn. Held að mig vanti einhverja uppliftingu. Jafnvel að kíkja á kaffihús eitthvað kvöldið og slúðra frá mér allt vit... Hvað segið þið um það stelpur? Er einhver laus á morgun?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim