laugardagur, maí 21, 2005

Update...

Þá er helgin loksins komin og ég næ aðeins andanum. Búið að vera brjáluð vika, byrjuð að vinna í bankanum, byrjuð á námskeiðinu og líka að vinna á Iðnó. Er s.s. búin að vakna kl. 6 alla vikuna nema á þriðjudaginn þegar ég vaknaði kl. 5:30 ...ókristilegur tími. Samt frábært að vera að gera eitthvað allt annað en að vera í skólanum, þótt ég sé eiginlega farin strax að sakna hans pínu.

Prófloka-tjúttið hjá okkur skvísunum var voða skemmtilegt. Við hittumst á Tapas-barnum kvöldið eftir síðasta prófið og fengum okkur að borða þar. Kíktum svo á nokkra staði eftir það og hittum fleira fólk úr skólanum. Þvílíkt mikið líf í bænum, alveg greynilegt að það hafa verið fleiri að klára prófin heldur en við. Lokaði samt allt kl. 1 þannig að maður var komin heim um hálf 2. Var svo að passa Dagnýju Björk daginn eftir. Við skelltum okkur í sund og höfðum það voða skemmtilegt píurnar.

Það var æðislegt fyrir norðan um síðustu helgi. Hittum bæði sett af foreldrum og höfðum það voða rólegt, fórum ekkert út og vorum mest í sumarbústaðnum hjá ömmu og afa Indiða. Æðislegur staður alveg hreint. Fínt að ná aðeins að slaka á eftir prófin og ná sér niður úr mesta stressinu.

Eurovision kom svo held ég flestum á óvart, allir voða sannfærðir um að við myndum komast áfram. Er eiginlega hálf fegin bara núna að ég sé að vinna í kvöld, þetta verða örugglega hálf súr partý þegar við erum ekki einu sinni með ...nema náttúrulega partýið hjá stráknum í kvöld. Mikið hefur einnig verið rætt um búningin hennar Selmu sem mér fannst nú ekkert voða flottur neitt, hefði örugglega verið hægt að gera aðeins betur.

Annars er ég frekar andlaus þessa dagana, er ekki mikið að velta mér upp úr neinum skemmtilegum hlutum. Eina sem kemst að hjá mér núna er það hvað ég á að borða, er komin á þetta voða fína heilsufæði sem ég kann ekkert á. Er s.s. ekkert búin að drekka neitt kaffi alla vikuna og ekki borða neinn sykur, ekki í neinni mynd og líka hætt að borða hvítt hveiti og drekka bjór. S.s. allt sem er gott er búið að fjarlægja af matseðlinum þannig að það þarf mikið hugmyndaflug til að ákveða hvað á að borða næst.

Get reyndar sagt frá því að við strákurinn fórum í bíó í gær og sáum Gargandi snilld. Hún var bara fín og alveg þess virði að kíkja á hana. Við eigum bara fullt af fínum tónlistarmönnum. Ætli maður hlusti ekki á Sigur-Rós í næstu viku í bílnum... eða Björk...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim