Próf, próf...
Jæja núna eru sko prófin að skella á og ég hef einhvern veginn aldrei verið eins illa undirbúin og aldrei eins slök á því... ekki alveg að skilja það. Ætti með réttu að vera á barmi taugaáfalls en er einhvern veginn of stressuð og á eftir að gera of mikið til að byrja á þessu. Sit hérna heima hjá mér að læra stærðfræði, hlutapróf á morgun og er EKKERT stressuð... meira hvað maður er steiktur.
Maðurinn er annars að fara að yfirgefa mig í fyrramálið og fram á föstudag. Hann er að fara til "tjúttlandsins" Noregs (hehehe) á ráðstefnu tengda vinnunni. Ætla samt að vona að það séu einhverjar búðir þarna því hann verður að kaupa eitthvað fallegt handa mér áður en hann kemur heim. Langar mest af öllu í eitthvað glitrandi en veit ekki alveg hvort hann sé maður í að kaupa svoleiðis ...eða falleg jólaföt, en hann myndi aldrei leggja í að kaupa þannig handa mér. Kannski ég óski mér bara einhvers geisladisks eða dvd myndar... svo hann fái ekki heilablóðfall af áhyggjum við að finna gjöf handa mér.
Var áðan hjá húðsjúkdómalækni og hann langar voða mikið til að skera af mér fleiri fæðingabletti. Ég er nú ekkert ofsa mikið til í það en ætli maður verði ekki að gera það sem hann segir. Hann er nú einu sinni frekar klár karl. Hann bókaði mig 21. desember þannig að ég verð öll sundur-skorin og saumuð á jólunum. Ekki alveg mesta stuðið, ég verð nú að viðurkenna það. En ég nær próflokadjamminu áður en ég þarf að leggjast undir hnífinn sem er gott. Er eiginlega strax farin að hlakka til að fagna próflokum. Þá er líka svo svakalega stutt í jólin og stutt í að við förum út. Jibbý jibbý...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim