sunnudagur, nóvember 20, 2005

Kjanahrollurinn

Eru ekki fleiri en ég sem fá BRJÁLAÐAN kjánahroll þegar þeir sjá auglýsingarnar fyrir glataða þáttinn hennar Sirrýjar? Maður hefur nú svo sem séð þær margar vondar, stressþáttinn, læknaþáttinn og margar margar fleiri. Mér finnst nú samt þessi síðasta sú ALLRA versta. Þegar hún situr á umferðarmiðstöðinni, jarmar og kyssir sviðakjamman gefur manni þann allra versta kjána-aumingja-hroll niður hryggsúluna sem hefur nokkurn tímann fundist. Þetta er alveg hræðilegt. Hverjum í ósköpunum finnst þetta sniðugt, smart eða töff? Hefur enginn séð þetta eiginlega? Þetta er alveg hræðilegt. Þetta er svo hræðilegt að ég get varla horft á þetta.

Annars er allt fínt að frétta hjá frúnni, það styttist alltaf í ferðina okkar. Prófin alveg að koma og ég að fara í síðasta hlutaprófið á miðvikudaginn. Þannig að það er allt á fullu eins og venjulega. Við erum svo að reyna að plana jólin og hvernig við ætlum að hafa þetta. Stefnan er tekin á að reyna að halda kveðjupartý áður en við förum, ná að pakka öllu niður, ganga frá íbúðinni, fara aðeins norður, jafnvel vera hérna fyrir sunna um áramótin og fara út 3. janúar. En Nota bene samt reyna að vera í fríi eitthvað... veit ekki alveg hvernig.

Jæja, Maria full of grace er loksins komin í tækið og ég ætla að fara að horfa...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim