föstudagur, febrúar 03, 2006

Land no. 5

Erum komin yfir til Vietnam. Akvadum ad stoppa bara stutt i Laos, buin ad heyra voda vondar sogur af transportinu thar i landi. Sogur af gubbandi turistum i VIP-rutum, sem var alika mikid VIP og ad fara med straeto, ef ekki verra. Vegirnir eru lika bara 80% malbikadir thannig ad thad hefdi ekki verdi mjog mjukt ferdalag. Skodudum okkur um i hofudborginni Vientiane i nokkra daga og sogdum thad gott. Skelltum okkur svo bara med flugi yfir til Hanoi, hofudborgar Vietnam. Erum buin ad eyda sidustu 2 dogum ad skoda Halong Bay, sem er UNESCO world heritage site. Thad var geggjad ad skoda floann, otrulegar eyjar og hellar. Thid faid bradum ad sja myndirnar hja Indrida. Gistum s.s. eina nott a batnum og skemmtum okkur konunglega. Lentum a sannkolludum partybat thar sem var fullt af skemmtilegu folki fra Argentinu, Hollandi, Irlandi og fleiri stodum. Erum komin aftur til Hanoi nuna og stefnum ad thvi ad fara af stad til Hue, sem er adeins nedar i Vietnam, a morgun.

Af ollu thvi sem er odruvisi herna meginn a hnettinum eru klosettin sennilega thad sem er erfidast ad venjast. Vid erum buin ad laera ad borda med prjonum og ordin saemileg i ad prutta en klosettin eru sibreytileg og koma manni endalaust a ovart. Vid hofum sennilega byrjad a versta endanum i Delhi. Bara holur i jordinni, sjaldnast klosettpappir, nanast aldrei sapa og enn sjaldnar eitthvad til ad thurrka hendurnar. Madur er ordin nokkud sjoadur og hefur alltaf med ser i toskunni sma pappir til ad bjarga ser i neyd. Fyrsta klosettid sem sturtadi ekki nidur var samt i Nong Khai, yndislega litla Thailenska baenum okkar. Og thar var thad einhvern veginn allt i lagi, bara pinu sveito. Skritnasta klosettid sem hefur ordid a vegi manns er samt undantekningalaust thetta a veitingastadnum i dag. Thad var gegnsaett. Veggirnir milli basana og hurdirnar inn i tha voru ur sandblasnu gleri eda einhverju i tha attina og madur sa mjog greinilega i gegnum thad og nanst allt sem vidkomandi var ad athafna sig vid. Madur sa t.d. mjog vel hver settist og hver ekki. Thad var samt agaetlega hreint sem er alls ekki malid alls stadar. Ogedsklosettin i Haskolabio eda a Bokhlodunni eru hatid midad vid sum af thessum vibbakompum sem madur hefur thurft ad notast vid. Nuna eru klosett bara MJOG fin ef thau hafa pappir, sapu og brefthurkur eda blasara til ad thurrka hendurnar.

Nuna er planid ad skella ser i sturtu og thrifa af ser sjo-skitinn. Verid nu dugleg ad commenta folk og senda post. Vid erum ordin frettasvelt herna i Vietnam.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim