fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Rok og rigning


Á dögum eins og þessum þá þakka ég fyrir áskriftina mína á tónlist.is. Erum búin að vera að rýna í pappíra í allan dag og fara yfir stóran, stóran bunka af blöðum. Þá er nefninlega tilvalið að vera með góða tónlist í eyrunum á meðan. Er t.d. búin að hlusta á nýja lagið með Nylon, og nýja lagið hennar Lay Low, Please don´t hate me, sem er mjög skemmtilegt. Mest er ég samt búin að hlusta á uppáhaldið mitt hana Björk og Gling Gló plötuna hennar og Tríós Guðmundar Ingólfssonar. Ég er búin að vera Bjarkar aðdáandi lengi. Á slatta af plötunum hennar og finnst alltaf gaman að hlusta á þær. Þær eru svo fjölbreyttar að maður finnur alltaf tónlist sem passar við mood-ið hverju sinni.

Verð líka að nota tækifærið og tilkynna það að sjónvarpsfíkillinn ég er loksins komin með sjónvarp aftur. Það er s.s. búið að setja upp tengla í íbúðinni og því hægt að setja imbann í samband. Auðvitað var horft á Magna og rokkarana af því tilefni.

Annars eru nokkrir hlutir sem ég er að velta fyrir mér þessa dagna. Einn er t.d. hvar ég ætti að æfa í haust. Er ekki búin að hreyfa mig neitt í sumar, og þarf nauðsynlega að fara að breyta því ástandi. Langar mest til að fara í Kramhúsið á eitthvað skemmtilegt dansnámskeið og svo kannski skella mér út að hlaupa þess á milli. Það er engin líkamsræktarstöð í nágrenni við núverandi híbýli og þar sem ég ætla mér ekki að vera á bíl í vetur þá yrði það sennilega vesen að komast til og frá stöðvunum. Ég ætla reyndar að fara að hjóla í skólann. Fínt á morgnanna að láta sig renna niðureftir. Aðeins erfiðara seinnipartinn að stíga fákinn upp brekkurnar. Og vonandi skilar það manni einhverri hreyfingu.

Óli bróðir er búin að vera hjá okkur núna í 2 daga. Það fer svo sem ekki mikið fyrir honum stráknum. Nýkomin með bílpróf eyðir hann mestum tímanum á rúntinum með vinunum, en ekki inni á gafli hjá stóru systur. Guðrún kom líka við um daginn á leiðinni á Gullmótið í Brussel. Þær Guðrún Gróa eru sennilegast núna í góðu yfirlæti hjá æskuvinkonu minni og frænku henni Stínu. Þið verðið að fylgjast með blogginu hjá þeim vinkonum Guðrúnu Eik og Guðrúnu Gróu til að fá ferðasöguna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim