fimmtudagur, desember 14, 2006

Jakkafatahvað...


Ég hef oft spáð í því hvað það er örugglega leiðinlegt að vera bankagaur. Með áhersluna á gaur. Þeir eru ALLTAF í jakkafötum, í vinnunni, úti að borða, á djamminu, allsstaðar, ætli þeir sofi ekki í þeim líka. Það er næstum því óþarfi að taka fram að mér myndi leiðast mjög mikið að vera alltaf í sömu fötunum. Það er líka orðið þannig að það er ekki þverfótað fyrir þeim í miðbænum. Þeir eru allsstaðar. Þegar maður fær sér lunch einhversstaðar, þá eru jakkafatamenn þar, þar sem maður fær sér kaffi, þar eru jakkafatamenn, ef maður er bara á röltinu, þá labbar maður framhjá svona allavegana 5. Og þeir eru allir eins, allir frekar ungir, í stælí-skóm, með stælí-bindi. Versla örugglega allir annað hvort í GK eða hjá Sævari Karli. Þetta er orðið eins og einhverskonar einkennisbúningur bankastarfsmanna, allt frekar súrt og orðið frekar þreytt eitthvað. Má ég þá frekar biðja um eitthvað annað, kannski gallabuxur og pínu úfið hár.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim