þriðjudagur, desember 12, 2006

To do or die

Þá er maður mættur á blessað bókasafnið. Dagurinn fyrir fyrsta prófið og allt of lítið búið að komast í verk. Stefnan er því sett á að vera hérna eitthvað frameftir kvöldi og ná að lesa yfir efnið og jafnvel svara undirbúningsspurningum fyrir blessað prófið á morgun. Sumar eru spennandi, aðrar eru minna spennandi. Sem dæmi má nefna: Hver eru meginrökin gegn trúverðugleika skilningarvitana um tilveru ytri heims? Þið megið ákveða hvort ykkur finnst þetta spennandi eða ekki... ég veit hvað mér finnst.

Hvorki meira né minna en 12 dagar til jóla. Það sem ég er búin að gera jólatengt er eftirfarandi:
1. Segja fólki hvað mig langar að fá í jólagjöf
2. Kaupa aðventukrans
3. Kaupa ljós í gluggann

Það sem á hins vegar eftir að gera er:
1. Kaupa jólagjafir
2. Þrífa
3. Skreyta
4. Skrifa jólakort
5. Baka
6. Komast í jólaskap

Ok ég geri nú sennilega ekki mikið af 4. eða 5. en mig langar svo að fá jólatré eða allavegana skreyta eitthvað smá. Skreytti ekkert í fyrra og fannst það frekar depressing. Atriði 6. verður afgreitt á leiðinni norður. Atriði 1. og 2. get ég vonandi klárað áður en við förum norður.

Jæja. Ætli maður sé ekki hingað komin til að læra. Er búin að sitja hérna í hálftíma og ekki búin að lesa neitt. Enn hefur engin haft samband við mig vegna einbeitingarinnar, hún er enn týnd og tröllum gefin. Það er því spurning hvernig gengur með ætlunarverk dagsins.

Góðar stundir

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim