föstudagur, nóvember 30, 2007

3 vikur

Já litli molinn minn er þriggja vikna í dag. Þessir dagar eru búnir að líða svo hratt mér finnst eins og í gær að hún hafi komið í heiminn. Mér finnst líka stundum eins og ég sjái hana stækka. Hún dafnar s.s. mjög vel, er farin að safna undirhöku og fellingum eins og vindurinn og verður meiri bolla með hverjum deginum sem líður. Enda finnst henni hvergi betra að vera en hangandi á bringunni á mömmu sinni. Hún er búin að vera með pínu magapínu undnfarna daga og hefur grátið voða sárt í verstu krömpunum. Sem foreldrunum finnst alveg hræðilega erfitt að hlusta á.

Fyrsta ritgerðin af 3 var kláruð í gær með dyggri aðstoð mömmu minnar. Litla dúllan er pínu sjúk í að láta halda á sér á daginn og mamma sá um það á meðan ég sat og skrifaði. Ef hún hefði ekki hjálpað mér þá hefði þetta aldrei tekist. Sem betur fer er Indriði komin í fæðingarorlof í næstu viku þannig að þá verður auðveldara að mixa það sem eftir er af skólanum. Mikið verð eg glöð 12. des þegar þetta verður allt búið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim